Skógarreiturinn í Botni

miðvikudagur, 1. ágúst 1951

Kristbjörg Góa Sigurðardóttir

Rótarýklúbbur Akureyrar hefur frá upphafi stutt ýmis málefni, einstaklinga og atburði. Fastur liður í starfseminni er umsjá svokallaðs Botnreits, sem er skógarreitur sunnan Akureyrar og við bæinn Botn. Þar hittast félagsmenn og snæða saman á hverju síðsumri og laga til í reitnum á vorin.

Klúbburinn hefur nokkuð látið að sér kveða við skógrækt og voru snemma gróðursettar trjáplöntur bæði í Kjarnaskógi og einkum að Botni í Hrafnagilshreppi, nú Eyjafjarðarsveit. Botnsreitur er í eigu Akureyrarbæjar og er um 7,5 hektarar að stærð. Ræktun hófst þar 1951. Reiturinn er mjög blandaður en fura er þar talsvert áberandi. Eftir því sem næst verður komist hafa um 50 þúsund plöntur verið gróðursettar í reitnum. Um reitinn hafa verið lagðir stígar, við hann er bílastæði og upp frá því er sérstakt fundarjóður. Klúbburinn hefur lengi haft sérstaka umsjón með Botnsreit.

Af þeim sem mest hafa stýrt verki þar á seinni árum skulu sérstaklega nefndir klúbbfélagarnir Hermann Sigtryggsson og Birgir Guðmundsson. Undanfarin ár hefur yfirleitt einn sumarfundur klúbbsins, fjölskyldufundur, verið haldinn undir beru lofti í Botnsreit.

Fundur í Botni í september 2022