Jólafundur
miðvikudagur, 12. desember 2018
Kristbjörg Góa Sigurðardóttir
12.12.18, eða síðastliðinn miðvikudag var jólafundur hjá Rótarýklúbbi Akureyrar. Fundurinn var mjög hátíðlegur, jólahlaðborð, möndlugrautur, lesin jólasaga og Séra Stefanía Guðlaug Steinsdóttir prestur í Glerárkirkju flutti jólahugvekju. Síðast en ekki síst voru tveimur félögum veitt Paul Harris orða. Hana hlutu að þessu sinni þeir Birgir Guðmundsson og Óskar Þór Árnason.