Jólafundur Rotary klúbbsins okkar var haldinn á KEA 14. desember og var mætingin góð. Þegar mest var fórum við upp í 31 fundarmann. 21 félagi og tíu gestir að meðtöldum aðalfyrirlesara kvöldsins Maríu Pálsdóttir (Mæja á Hælinu eins og hún sagði sjálf!)
Borinn var fram glæsilegur veislumatur sem var Múlabergi til sóma. Undir borðum las Jóhanna formaður með jólasögu um sannan kjarna jólanna. Góð hugvekja. María las fyrir okkur upp úr tveimur bókum sem tengjast hælinu. Annars vegar bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar Spítalastelpan og hins vegar upp úr bók Ólafs Ragnars Grímssonar Bréfin hennar mömmu.
Sögurnar sem þarma voru sagðar sýndu innsýn inn í lífð hjá sjúklingum um miðja síðustu öld. Ýmislegt hefur breyst til betri vegar á þessum tímum sem við lifum.
Að sjálfsögðu var glæsileg möndlugjöf og sigurvegari kvöldsins var Soffía okkar sem bókstaflega kom sá og sigraði í þessum leik. Nú er komið jólafrí og er þetta síðasti fundur ársins. Næsti fundur verður þann 11. janúar 2023. Víð vonumst til að sjá sem flesta þá.
Stjórnin sendir öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum fyrir líflegt og gott samstarf á árinu sem er að líða.