7. desember var 16. fundur ársins haldinn á Múlabergi á KEA.Mæting var mjög góð,17 félagar og 2 gestir.
Fyrst á dagskrá var kosning til stjórnar fyrir næsta ár. Kosningar gengu mjög vel og skýr úrslit á mettíma. Stjórn næsta árs, Bjarni Pálsson mun leiða teymið sem formaður eins og legið hefur fyrir um hríð. Stefán Gunnlaugsson verður áfram gjaldkeri, Arna Georgsdóttir er kjörin verðandi forseti 2024-2025 , Jóhanna Ásmundsdóttir fráfarandi forseti og Hólmar Svansson ritari. Við væntum öll mikils af þessari stjórn, rétt eins og öllum fyrri stjórnum okkar! Ekki satt?
Aðalerindi kvöldsins í boði kynningarnefndar var mjög áhugavert eins og endranær. Anna María Sigurðardóttir talaði við okkur um"Matarfíkn - hvað er nú það". Mjög persónulegt ferðalag þar sem hún sagði okkur allt um bakaríferðir og þann frábæra árangur sem hún hefur náð í sinni baráttu við matarfíkn. Við munum fylgjast vel með henni og Matarfíknimiðstöðinni í framtíðinni. Greinilega starfsemi sem er "öllum til góðs".