Klúbbfundur

miðvikudagur, 30. nóvember 2022

Hólmar E. Svansson

 Þann 30. nóvember var 15. fundur vetrarins. Fundarefni í kvöld var klúbbfundur þar sem rætt er ýmislegt í starfi klúbbsins.

Það voru 11 félagar mættir til leiks og vakti athygli að 6 af 11 voru í fiskrétti í kvöld. Þótti þetta vera merki um breytta neysluhætti og hvað þeir félagar sem mæta eru meðvitaðir um heilsuna. Áhugavert svona í aðflugi jólaneyslunnar sem stundum minnir meira á víkingahátíð en kristilega nægjusemi.

Rætt var um leiðir til að virkja óvirka félagsmenn því eins og sjá má náðist til dæmis ekki 30% mæting í kvöld, sem er reyndar óvenju lítil mæting. Meðan mætingarskylda var við lýði hér áður fyrr voru menn teknir ,,á teppið" ef mæting fór undir 60%! Ekki var þó nein umræða um að fara að sækja teppið úr geymslunni heldur frekar að finna leiðir til að endurheimta félaga og glæða með því umræðu og gleði okkar allra. Formaður vor var búin að gera skurk í heimasíðu og er það gott mál.

Töluverðar umræður voru um Rotaract og hvatningu Umdæmisins til að við náum að vera stuðningsaðilar við stofnun Rotaract klúbbs á Akureyri. Rætt um að fá Ásthildi Ómarsdóttúr, forseta Rotaract í Reykjavík, á fund með okkur á næstunni til að ræða þróun mála.

Að lokum áminning um tilnefningar fyrír aðalfund okkar í næstu viku. Vonumst við til skemmtilegs fundar og farsælla ákvarðana fyrir framtíð klúbbsins okkar.  

15. fundur starfsársins - Klúbbfundur á KEA