7. fundur
miðvikudagur, 5. október 2022
Aðalfyrirlestur um diplomanám í hafrétti
Það mættu 15 félagar á 7. fund starfsársins.
Fundurinn var í umsjá Rotarysjóðsnefndar. Rætt var um ársþingið næstu helgi og voru félagar hvattir til að fjölmenna suður. Myndin sem fylgir með er af kvennavali sem sótti umdæmisþingið. Með félögum úr Rótarýklúbbi Akureyrar er ein sem nú er félagi í Rótarýklúbbi Borgarfjarðar.
Að venju voru fundarmenn jákvæðir og brutust út í létt spjall. Þriggja mínútna erindi var í höndum Jón Hlöðvers. Hann lagði út af tónlist og ,,beatinu" hvernig taktur og tónlist fylgir okkur frá fyrir fæðingu til dauðadags. Tónlistin er samkvæmt rannsóknum að styðja við aldraða og stuðla að aukinni velliðan og gjarnan það síðasta sem fer þegar yfir lýkur.
Aðalfyrirlesari kvöldsins var félagi okkar Elín B Ragnarsdóttir. Hún sagði okkur frá áhugaverðu diploma námi í hafréttarmálum sem hún tók í sumar á grísku Rhodes eyjunni. Aðeins 40 einstaklingar fá aðgang að náminu í ár og var námið stíft 3 vikna námskeið yfir hásumar. Áhugavert var að heyra að hafréttarmál snúa minnst að fiskveiðirétti eins og okkur Íslendingum er tamt að halda. Þetta snýst um námuréttindi, siglingarétt herskipa, sæstrengi, lífríkisrannsóknir og fleira. Skemmtileg frásögn af því hvernig Íslendingur í útlöndum elskar góða veðrið fyrstu vikuna, finnst þetta full tilbreytingarlítið veður aðra vikuna og dreymir svo um skafrenning á hverri nóttu þriðju vikuna. Einnig var áhugavert að heyra af hafréttarverkefni þar sem Íslendingar eru að vinna að 350 mílna lögsögu eftir Atlantshafshryggnum. Slíkt gæti verið miklir hagsmunir til framtíðar. Sérstaka athygli vakti eftirréttarkakan. Hún verður lengi í minnum höfð. Fleira ekki gert og fundi slitið
Hafréttur, tónlist og umdæmisþingið
Það mættu 15 félagar á 7. fund starfsársins.
Fundurinn var í umsjá Rotarysjóðsnefndar. Rætt var um ársþingið næstu helgi og voru félagar hvattir til að fjölmenna suður. Myndin sem fylgir með er af kvennavali sem sótti umdæmisþingið. Með félögum úr Rótarýklúbbi Akureyrar er ein sem nú er félagi í Rótarýklúbbi Borgarfjarðar.
Að venju voru fundarmenn jákvæðir og brutust út í létt spjall. Þriggja mínútna erindi var í höndum Jón Hlöðvers. Hann lagði út af tónlist og ,,beatinu" hvernig taktur og tónlist fylgir okkur frá fyrir fæðingu til dauðadags. Tónlistin er samkvæmt rannsóknum að styðja við aldraða og stuðla að aukinni velliðan og gjarnan það síðasta sem fer þegar yfir lýkur.
Aðalfyrirlesari kvöldsins var félagi okkar Elín B Ragnarsdóttir. Hún sagði okkur frá áhugaverðu diploma námi í hafréttarmálum sem hún tók í sumar á grísku Rhodes eyjunni. Aðeins 40 einstaklingar fá aðgang að náminu í ár og var námið stíft 3 vikna námskeið yfir hásumar. Áhugavert var að heyra að hafréttarmál snúa minnst að fiskveiðirétti eins og okkur Íslendingum er tamt að halda. Þetta snýst um námuréttindi, siglingarétt herskipa, sæstrengi, lífríkisrannsóknir og fleira. Skemmtileg frásögn af því hvernig Íslendingur í útlöndum elskar góða veðrið fyrstu vikuna, finnst þetta full tilbreytingarlítið veður aðra vikuna og dreymir svo um skafrenning á hverri nóttu þriðju vikuna. Einnig var áhugavert að heyra af hafréttarverkefni þar sem Íslendingar eru að vinna að 350 mílna lögsögu eftir Atlantshafshryggnum. Slíkt gæti verið miklir hagsmunir til framtíðar. Sérstaka athygli vakti eftirréttarkakan. Hún verður lengi í minnum höfð. Fleira ekki gert og fundi slitið