Nýr félagi tekinn inn í klúbbinn.
miðvikudagur, 31. október 2018
Kristbjörg Góa Sigurðardóttir
Nýr félagi var tekinn inn í klúbbinn í kvöld. Jón Hrói Finnsson, stjórnsýslufræðingur hjá Akureyrarbæ gekk til liðs við klúbbinn og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í hópinn. Björn Teitsson félagi okkar var með 3ja mínútna erindi um nýafstaðið ferðalag sitt um Spán og Skafti Hallgrímsson var með aðalerindi kvöldsins "Hringnum lokað á HM", þar sem hann sagði frá ferli sínum sem blaðamaður.