80 ár frá formlegri stofnun klúbbsins
miðvikudagur, 5. september 2018
Kristbjörg Góa Sigurðardóttir
80 ár voru í gær 4. september frá því að Rótarýklúbbur Akureyrar var formlega stofnaður. Að því tilefni var fundur kvöldsins haldinn hátíðlegur með því að rifja upp sögu klúbbsins í máli og myndum. Einnig var einum klúbbfélaga veitt Paul Harris orða, en það var Soffía Gísladóttir sem hlaut orðuna að þessu sinni. Soffía er tilnefndur umdæmisstjóri 2020-2021 og fráfarandi forseti klúbbsins.