Tveir nýir heiðursfélagar í Rótarýklúbbi Akureyrar
fimmtudagur, 1. apríl 2021
Kristbjörg Góa Sigurðardóttir
Einstaklega skemmtileg og hátíðleg stund var á fundi 21. apríl þegar við fengum tvo fyrrverandi félaga til okkar.
Þetta voru þeir Bernharð Haraldsson sem var virkur félagi í klúbbnum frá 24. febrúar 1984 - 13. júní 2018 eða í 34 ár. Bernharð var ritari í klúbbnum starfsárið 1987-1988 og forseti 1990-1991. Einnig fékk hann PH orðu 12. febrúar 2002.
Og
Haukur Haraldsson sem var virkur félagi í klúbbnum frá 12. apríl 1985 - 9. október 2019 eða í 34 ár. Haukur var gjaldkeri í klúbbnum starfsárið 1988-1989, ritari 1997-1998 og forseti 1999-2000. Haukur fékk PH orðu 2. mars 2002
Tilefni þess að þeir komu á fundinn var sá gleðilegi viðburður að 1. apríl voru þeir báðir gerðir að heiðursfélögum í klúbbnum.
Skemmtilegar staðreyndir um þá félaga er að báðir eru þeir Haraldssynir, báðir voru búnir að vera rúm 34 ár í klúbbnum, fengu báðir Paul Harris orðu 2002 og báðir voru þeir gerðir að heiðursfélögum 1. apríl 2021. Það var því einstaklega skemmtilegt að fá þá báða á fundinn í kvöld og geta heiðrað þá félaga.