Hermann Sigtryggsson 90 ára
föstudagur, 15. janúar 2021
Kristbjörg Góa Sigurðardóttir
Okkar elsti klúbbfélagi Hermann Sigtryggsson er 90 ára í dag. Hann gekk í klúbbinn 14. febrúar 1964 og hefur því verið í klúbbnum í rétt tæp 57 ár. Hermann var heiðraður með PH orðu árið 1993 fyrir vel unnin störf fyrir klúbbinn og í dag er hann heiðursfélagi. Hermann hefur í gegnum árin gegnt mörgum störfum fyrir klúbbinn og hans ástríða hefur verið umsjón með skógarreitnum Botni sem klúbburinn hefur í sinni umsjón og myndataka við öll möguleg tækifæri. Klúbbnum hefur hann gefið þúsundir mynda í gegnum árin. Að þessu tilefni stefnir klúbburinn á að setja upp trjáhýsi í Botnsreit í sumar, sem er hugmynd Hermanns, og heiðra þannig þennan mæta mann. Hermann mætir enn á fundi, mætti í Botnsreit síðastliðið sumar til vinnu og var síðast með okkur á fundi í gegnum Zoom í vikunni.
Við klúbbfélagarnir óskum Hermanni innilega til hamingju með daginn og óskum honum alls hins besta á afmælisárinu.