Fundir með öðru sniði
Rótarýklúbbur Akureyrar heldur fundi sína reglulega þrátt fyrir Kófið. Fundir hafa farið fram á Zoom í hverri viku. Áhugaverðir aðalfyrirlestrar hafa verið í hverri viku og alltaf eitthvað fræðandi í 3ja mínútna erindi.
Jóhann Gunnar Jóhannsson Rekstrartæknifræðingu, félagi í klúbbnum var með starfsgreinaerindi þ. 4. nóvember. Þar sagði hann okkur frá viðburðaríku starfi sínu hjá Seiglu bátaverksmiðju þar til hún brann 2017. Þar misstu margir Akureyringar vinnuna og mikil eftirsjá af Seiglu á vinnumarkaði Eyjafjarðarsvæðisins. Hér má sjá myndir frá eyðileggingunni.Jóhann Gunnar sagði okkur m.a. frá áhugamáli sínu, en hann er einn af þeim sem alltaf hefur myndavélina með og sýndi hann okkur margar myndir sem hann hefur tekið í gegnum tíðina. Hann, eins og fleiri, er nú farinn að taka myndir á dróna eins og sjá má hér fyrir neðan.
Það að geta haldið fundina á Zoom býður upp á marga möguleika. Klúbbfélagar eru drífandi og láta ekki aftra sér að mæta á fundi þó þeir fái ekki að borða góðan mat saman. Ánægjulegt er að sjá góða mætingu og að geta hist þrátt fyrir allt.