Aðalfundur Rótarý á Íslandi

sunnudagur, 11. október 2020

Kristbjörg Góa Sigurðardóttir

Aðalfundur Rótarý á Íslandi haldinn í gegnum Zoom


Í dag var haldinn aðalfundur Rótarý á Íslandi á Zoom. Upphaflega átti að halda á Akureyri veglegt umdæmisþing Rótarý á Íslandi með þátttöku á annað hundrað Rótarýfélaga af öllu landinu og með þátttöku erlendra gesta. Fyrir nokkru var horfið frá því skipulagi og ákveðið að halda lítinn aðalfund með aðkomu forseta Rótarýklúbba á Íslandi ásamt umdæmisráði á Akureyri. Það skipulag fór líka úrskeiðis og úr varð að aðalfundurinn var haldinn á Zoom, en það tókst mjög vel í alla staði. Á aðalfundinum voru tvö norðlensk verkefni heiðruð og styrkt af Verðlauna- og styrktarsjóði Rótarý á Íslandi, en það voru Fjölsmiðjan á Akureyri og Snjallkennsluvefurinn sem fengu hvort um sig kr. 500.000.- Við óskum þeim innilega til hamingju