Zoom fundur

miðvikudagur, 1. apríl 2020

Kristbjörg Góa Sigurðardóttir


Fundað var aftur hjá Rótarýklúbbi Akureyrar í gær 1. apríl, eftir um það bil mánaðarhlé vegna CoVid 19. Notast var við Zoom fjarfundabúnað. Félagar voru orðnir langþráðir í að sjá hvorn annan og allir glaðir með að geta "hist" með þessu móti. Þema fundarins var jákvæð erindi og allir 17 félagar sem voru á fundi komu með eitthvað innlegg. Í staðinn fyrir að klappa fyrir erindum, var veifað og brosað til þess sem lauk sínu erindi. Í lokin var að sjálfsögðu farið með fjórprófið, eins og heyra má á meðfylgjandi myndbroti. Hljóðið í Zoominu var ekki alveg að passa saman, en þetta var góður lokapunktur á fundinum og allir brosandi. Nú er páskafrí framundan svo að það verður fundahlé aftur næstu 2 vikurnar, en svo er búið að plana annan Zoom fund þann 22. apríl.