Félagar í Rótarýklúbbunum á Norður- og Austurlandi hittust á Egilsstöðum helgina 26. og 27. apríl

miðvikudagur, 8. maí 2019

Inga Karlsdóttir

Félagar í Rótarýklúbbunum á Norður- og Austurlandi  hittust á Egilsstöðum helgina 26. og 27. apríl



Félagar í Rótarýklúbbunum á Norður- og Austurlandi hittust á Egilsstöðum helgina 26. og 27. apríl og tókst mjög vel til og er stefnt að því að hittast árlega á mismunandi stöðum á svæðinu.

Það eru 7 klúbbar starfandi á svæðinu og fulltrúar 5 þeirra mættu. Klúbbarnir eru: Rótarýklúbbur Sauðárkróks, Rótarýklúbur Ólafsfjarðar, Rótarýklúbbur Eyjafjarðar, Rótarýklúbbur Akureyrar, Rótarýklúbbur Húsavíkur, Rótarýklúbur Héraðsbúa og Rótarýklúbbur Neskaupstaðar.

Rótarýklúbbur Héraðsbúa tók mjög vel á móti hópnum en samtals voru þetta um 70  manns, rótarýfélagar og makar.

Farið var í skipulagða ferð með rútu upp með Lagarfljóti og upp í Fljótsdalsvirkun undir leiðsögn rótarýfélagans Sveins Jónssonar.  Uppi í virkjun leiðsagði Þórhallur Pálsson stöðvarstjóri virkunarinnar og Sindri Óskarsson var með kynningu. Mjög áhugavert og skemmtlegt.

Fundur var settur í Rótarýklúbbi Héraðsbúa kl. 19 á Hótel Héraði. Í framhaldi var skemmtun og  hátíðarkvöldverður sem forseti Rótarýklúbbs Héraðsbúa Jónas Þór stýrði, þá var stiginn dans með undirleik rótarýfélaga fram eftir kvöldi en það voru þeir Jónas Þór á harmonikku og Jón Arngímsson á gítar.

Á meðal gesta voru þrír verðandi umdæmisstjórar en aldrei hafa þrjár konur í röð gengt embætti umdæmisstjóra. Anna verður fjórða konan til að gegna embættinu.