Fundur hjá Rótarýklúbbi Akureyrar

miðvikudagur, 15. ágúst 2018 19:00-20:15, Ambbókasafnið
Kæru félagar,

Það verður gaman að hittast aftur eftir sumarfrí en fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 15. ágúst á Amtbókasafninu og fundartíminn kl. 19 - 20.15

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar verður farið yfir áherslur ársins, áætlaða dagskrá starfsársins, nefndarskipan og hlutverk hverrar nefndar.

Það er upplagt að taka með sér gesti, sem hafa áhuga á starfinu okkar, á fyrsta fund til að kynna fyrir þeim hvernig við sjáum starfsárið fyrir okkur. 

Alþjóðlegar áherslur Rotary starfsárið 2018-19 eru: BE THE INSPIRATION 

Garðar Eiríksson umdæmisstjóri íslenskar þetta sem VERUM FYRIRMYND og notar slagorðið BYGGJUM BRÝR – TENGJUM FÓLK og það gerum við m.a. með því að bjóða með okkur gestum og láta vita af okkur.

Hlakka til að sjá ykkur.