Á fundinum munum við fá kynningu á þeim tveimur verkefnum sem hlutu viðurkenningu úr Verðlauna- og styrktarsjóði Rótarý 2020.
- Erlingur Kristjánsson kynnir starfsemi Fjölsmiðjunar sem er vinnusetur fyrir ungt fólk. Fjölsmiðjan fær viðurkenningu fyrir framúrskarandi framtak á sviði atvinnumála, mennta og samfélagsverkefna.
- Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar Snorrason kynna Snjallkennsluvefinn sem fær viðurkenningu fyrir framúrskarandi og nýstárlegt verkefni á sviði mennta og vísinda.