16. nóvember var 13. fundur starfsársins.
Á honum var félagi okkar Soffía Gísladóttir með þriggja mínútna erindi þar sem hún m.a. gaf okkur hugmynd að jólagjöf handa fólki sem vantar ekkert. Það er að gefa í Rótarysjóðin í nafni viðkomandi einhverja upphæð. Soffía sýndi okkur svo hvernig við gætum á einfaldan hátt farið inn á Rótarýsíðuna til þess, https://www.rotary.is/leggdu-lid/ .
Aðalfyrirlesari kvöldsins var Þórgnýr Dýrfjörð þar sem hann sagði okkur frá stórskemmtilegri markaðsherferð Akureyrarbæjar til að fá fólk til að líta til Akureyrar sem ákjósanlega stað til að búa á.
Þórgnýr benti okkur meðal annars á hinar áhugaverðu síður https://www.bestistadurinn.is/ og https://www.visitakureyri.is/