Stjórn starfsársins 2020-2021
miðvikudagur, 4. desember 2019
Kristbjörg Góa Sigurðardóttir
Þann 4. desember var kosin ný stjórn hjá Rótarýklúbbi Akureyrar fyrir starfsárið 2020-2021. Kristbjörg Góa Sigurðardóttir hafði í fyrra verið kosin forseti, en nú voru kosnar með henni í stjórn þær Jóhanna Ásmundsdóttir sem ritari og Arna Georgsdóttir sem gjaldkeri. Einnig var Geirlaug G. Björnsdóttir kosin forseti fyrir starfsárið 2021-2020. Inga Þöll Þórgnýsdóttir er núverandi forseti klúbbsins og verður því einnig í stjórn klúbbsins á næsta starfsári. Stjórn á eftir að velja sér stallara. Árið 2020 verður annasamt hjá klúbbnum þar sem klúbburinn stendur fyrir umdæmisþingi næsta haust, nánar tiltekið þann 9.-10. október.